JÓHANN SMÁRI HELDUR TÓNLEIKA Í YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJU
Eyrnakonfekt fyrir tónlistarunnendur á SuðurnesjumFramhaldsnám í LondonJóhann Smári Sævarsson, stórsöngvari, er nú kominn aftur heim eftir að hafa numið og starfað við óperusöng erlendis um árabil. Hann stundaði nám í Tónlistarskólanum í Keflavík, Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík og fór í framhaldsnám í óperudeild Royal College og Royal Academy of Music í London. Þaðan lauk hann prófi sem einsöngvari og óperusöngvari. Starfaði í Þýskalandi og víðarAð námi loknu fór hann á samning hjá Kölnaróperunni og söng þar í þrjú ár. Jóhann hefur einnig starfað töluvert í Þýskalandi og kom m.a. fram í Kölnarfílharmoníunni með Guerzenich Orchester, með vestur-þýsku útvarpshljómsveitinni og sem gestasöngvari í Bonn og Nuernberg. Hann hefur einnig sungið einsöng, hlutverk Fígarós í Brúðkaupi Fígarós, með Lundúnarfílharmoníunni undir stjórn Bernards Haidink. Kominn heim til ÍslandsÁ síðasta ári ákvað Jóhann að flytja heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni og tók þá við stöðu deildarstjóra söng- og óperudeildar Tónlistarskólands á Akureyri. Hann hefur þó ekki hugsað sér að gefa ferilinn upp á bátinn heldur hyggst hann taka að sér hlutverk erlendis, án þess þó að fara á fastan samning. Hann hefur þegar skrifað undir samning við óperuna í Bregenz í Austurríki um að syngja í Toscu Puccinis á þessu starfsári, en á síðasta ári tók hann þátt í uppfærslu þar á Brúðkaupi Fígarós.Tónleikar í NjarðvíkVegna fjölda áskorana ætlar Jóhann, ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara, að halda tónleika nk. laugardag þann 16.október í Ytri-Njarðvíkurkikju klukkan 15:00. Þau munu flytja lög eftir íslenska og erlenda höfunda, perlur eins og Enn ertu fögur sem forðum, Í fjarlægð og Sverri konung. Unnendur góðrar tónlistar ættu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara.