Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 14:01

JÓHANN SMÁRI HELDUR TÓNLEIKA Í YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJU

Eyrnakonfekt fyrir tónlistarunnendur á Suðurnesjum Framhaldsnám í London Jóhann Smári Sævarsson, stórsöngvari, er nú kominn aftur heim eftir að hafa numið og starfað við óperusöng erlendis um árabil. Hann stundaði nám í Tónlistarskólanum í Keflavík, Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík og fór í framhaldsnám í óperudeild Royal College og Royal Academy of Music í London. Þaðan lauk hann prófi sem einsöngvari og óperusöngvari. Starfaði í Þýskalandi og víðar Að námi loknu fór hann á samning hjá Kölnaróperunni og söng þar í þrjú ár. Jóhann hefur einnig starfað töluvert í Þýskalandi og kom m.a. fram í Kölnarfílharmoníunni með Guerzenich Orchester, með vestur-þýsku útvarpshljómsveitinni og sem gestasöngvari í Bonn og Nuernberg. Hann hefur einnig sungið einsöng, hlutverk Fígarós í Brúðkaupi Fígarós, með Lundúnarfílharmoníunni undir stjórn Bernards Haidink. Kominn heim til Íslands Á síðasta ári ákvað Jóhann að flytja heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni og tók þá við stöðu deildarstjóra söng- og óperudeildar Tónlistarskólands á Akureyri. Hann hefur þó ekki hugsað sér að gefa ferilinn upp á bátinn heldur hyggst hann taka að sér hlutverk erlendis, án þess þó að fara á fastan samning. Hann hefur þegar skrifað undir samning við óperuna í Bregenz í Austurríki um að syngja í Toscu Puccinis á þessu starfsári, en á síðasta ári tók hann þátt í uppfærslu þar á Brúðkaupi Fígarós. Tónleikar í Njarðvík Vegna fjölda áskorana ætlar Jóhann, ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara, að halda tónleika nk. laugardag þann 16.október í Ytri-Njarðvíkurkikju klukkan 15:00. Þau munu flytja lög eftir íslenska og erlenda höfunda, perlur eins og Enn ertu fögur sem forðum, Í fjarlægð og Sverri konung. Unnendur góðrar tónlistar ættu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024