Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóhann Smári býður til veislu
Þriðjudagur 20. ágúst 2013 kl. 11:01

Jóhann Smári býður til veislu

Stjörnulið stórsöngvara mætir í Stapa

Sunnudaginn 25. ágúst kl. 20 verða stórtónleikar í Hljómahöllinni þar sem nokkrir af helstu óperusöngvurum landsins koma fram og flytja glæsilegt óperuprógram. Tilefni tónleikanna er 20 ára starfsafmæli Jóhanns Smára Sævarssonar sem hefur átt farsælan feril erlendis sem og hér heima. Spennandi hlutir eru að gerast hjá Jóhanni Smára en hann mun til dæmis syngja með skosku óperunni nú í haust. Áður en hann fer ytra er við hæfi að halda uppá starfsafmælið með því að bjóða gestum til þessara tónleika. Menningarnefnd sambands sveitafélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbær styrkja tónleikana en aðgangur er ókeypis á tónleikana.

Á tónleikunum koma fram ásamt Jóhanni Smára, Þóra Einarsdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Elsa Waage, Kristján Jóhannsson, Garðar Thor Cortes, Hrólfur Sæmundsson, Viðar Gunnarsson og Antonia Hevesi. Flutt verða aríur og samsöngsatriði úr óperum sem Jóhann Smári hefur flutt á ferli sínum fram að þessu en á ferli sínum hefur hann sungið 61hlutverk í 48 óperum, 65 uppfærslur í 21 óperuhúsum í Evrópu. Þetta eru einstakir tónleikar sem enginn má missa af!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024