RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Mannlíf

Jóhann Helgason semur Ljósalagið
Fimmtudagur 14. júní 2007 kl. 11:24

Jóhann Helgason semur Ljósalagið

Samkeppni um Ljósalagið verður ekki haldin með hefðbundnum hætti á ár.  Samkvæmt tillögu Ljósanefndar ákvað Menningarráð Reykjanesbæjar á fundi sínum í gær að leita til Jóhanns Helgasonar tónlistarmanns um að hann leggi fram tillögu að Ljósalaginu 2007.  Lagið skal vera sérstaklega samið fyrir  þetta tilefni og má ekki hafa heyrst áður. 


Ef vel tekst til verður Ljósalaginu ætlað að verða kynningarlag Ljósanætur í ár og verður því dreift til ljósvakamiðla seinna í sumar.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025