Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 12. maí 2002 kl. 18:37

Jóhann Geirdal var ræðumaður í Kálfatjarnarkirkju

Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, var ræðumaður dagsins í messu í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd í dag. Jóhann ræddi um hin ýmsu stríð og umsátur sem fara fram í dag og einnig fræddi hann kirkjugesti um sína fortíð á Vatnsleysuströnd en hann fermdist í Kálfatjarnarkirkju. Jóhann fordæmdi þá atburði sem eiga sér stað í Palestínu og talaði opinskátt um hversu mikilvægt það er að virkja einstaklinga í stað þess að dæma þá, sama hvaðan þeir koma.
Þá fór einnig fram skírn í Kálfatjarnakirkju og var nafnið Ívar Dan á pitlinum sem er einn af nýjustu Vogabúum um þessar mundir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Kálfatjarnarkirkju í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024