Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jóga og slökun í Heiðarskóla hlaut Hvatningarverðlaun
Gróa og Lísa á afhendingu verðlaunanna í Duus. VF-myndir: Sólborg
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
mánudaginn 17. júní 2019 kl. 14:00

Jóga og slökun í Heiðarskóla hlaut Hvatningarverðlaun

Verkefni Gróu Bjarkar Hjörleifsdóttur og Guðrúnar Lísu Einarsdóttur, Jóga og slökun í Heiðarskóla, hlaut Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar nú í ár en verðlaunin voru afhent í bíósal Duus Safnahúsa.

Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar en verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.
Markmið Jóga og slökunar er að nemendur læri á tilfinningar sínar og geti nýtt sér aðferðir til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs. Andlegt álag og streita er í dag eitt stærsta heilbrigðisvandamál heims og því mikilvægt að nemendur eigi tæki og tól til að takast á við þær áskoranir í framtíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkefnið er fyrir nemendur Heiðarskóla í 1.–4. bekk sem fara í jógakennslu einu sinni í viku þar sem þeir læra slökun og núvitund en það stendur einnig til boða fyrir nemendur á unglingastigi skólans að velja jóga sem valgrein.


Valgerður Björk afhenti hvatningarverðlaunin.

Sérhæfðir kennsluhættir barna með hegðunarvanda
Þegar Hvatningarverðlaunin voru afhent var einnig vakin sérstök athygli á tveimur öðrum verkefnum sem þóttu skara fram úr. Annað þeirra var námsúrræðið Goðheimar sem er sérhæft námsúrræði fyrir nemendur í 1.-6. bekk í Reykjanesbæ sem eru í brýnni þörf fyrir sérhæfða kennsluhætti og er þjálfun sem tekur mið af þörfum barna með hegðunarvanda. Að verkefninu standa þeir Guðlaugur Ómar Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson og Sigurður Hilmar Guðjónsson frá Háaleitisskóla.


Vidubiology stóreykur áhuga á líffræði
Hitt verkefnið, sem vakin var sérstök athygli á, er Notkun Vidubiology í kennslu en Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir stendur á bakvið það. Vidubiology er alþjóðlegt verkefni sem er í stöðugri þróun en áhersla verkefnisins er að skoða áhrif verkefnavinnu á viðhorf, skilning, virkni og áhuga á líffræði. Ragnheiður Alma er kennari í 5. bekk í Njarðvíkurskóla og hefur verið að rannsaka og prófa sig áfram með notkun myndmiðlunar en rannsóknin er hluti af meistaraverkefni hennar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhugi nemenda hefur stóraukist við notkun Vidubiology í kennslu.