Jóga og ganga við Seltjörn og Sólbrekkuskóg
Fimmtudaginn 29. júní leiða Anna Margrét og Nanný jóga og göngu. Gengið verður umhverfis Seltjörn og jógasalurinn verður í Sólbrekkuskógi að þessu sinni.
„Hittumst tímanlega við bílastæðin hjá Sólbrekkuskógi klukkan 19,“ segir í tilkynningu.
Gott er að hafa ull næst húðinni og geyma hlý föt og jafnvel teppi í bílnum. Jógadýnurnar er einnig hægt að geyma í bílunum á meðan gangan er. Engin upphækkun er en undirlagið er þýfið og því gott að vera í skóm sem styðja við ökkla.
Verð: 2500 krónur - frítt fyrir 12 ára og yngri.