Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóga í kvöldsól á Garðskaga
Laugardagur 16. júlí 2016 kl. 06:00

Jóga í kvöldsól á Garðskaga

- Pop up úti jóga á ýmsum stöðum á Suðurnesjum í sumar

Hópur fólks hittist á Garðskaga í blíðunni á dögunum og iðkaði jóga við sjávarnið undir miðnætursól. Verkefnið ber heitið Pop up úti jóga og er á vegum jógakennaranna Önnu Margrétar Ólafsdóttur og Tabitha Tarran og hófst í byrjun júlí. Að sögn Önnu Margrétar er engin dagskrá fyrir viðburðina enda verða jógatímarnir á ólíkum tímum og á ólíkum stöðum yfir sumarið. „Jógatímarnir miða að þörfum hvers hóps hverju sinni og ekki er nauðsynlegt að hafa stundað jóga áður. Það er frábært að fá tækifæri til að njóta sumarsins út í ystu æsar og rækta um leið líkama og sál. Þær eru ófáar náttúruperlurnar á Reykjanesinu og því um að gera að njóta þeirra og lofa skynjuninni að eflast þegar hugurinn er kyrraður í jóga,“ segir hún.

Hægt er að fylgjast með tímunum á Facebook-síðunni Önnujóga og eingöngu þarf að koma með dýnu og teppi í tímana. Tímarnir kosta 500 krónur. Það er því upplagt að fylgjast vel með og skella sér í jóga þegar vel viðrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024