Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Jófríður besta söngkonan - Valdimar með besta rokklagið
  • Jófríður besta söngkonan - Valdimar með besta rokklagið
Föstudagur 3. mars 2017 kl. 09:28

Jófríður besta söngkonan - Valdimar með besta rokklagið

Suðurnesjafólk sigursælt á íslensku tónlistarverðlaununum

Suðurnesjafólk gerði það gott á íslensku tónlistarverðlaununum og fór heim með tvenn verðlaun. Jófríður Ákadóttir úr hljómsveitinni Samaris var valin söngkona ársins í flokki popp- og rokksöngvara. Hljómsveitin Valdimar átti lag ársins í flokki rokklaga með lagið Slétt og fellt. 

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í gærkvöldi. Veitt voru verðlaun í rúmlega 30 flokkum, en flest verðlaun hlaut rapparinn Emmsjé Gauti. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari tók við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024