Jófríður á mynd mánaðarins
Nú hefur ný mynd mánaðarins verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík. Eins og áður hefur komið fram er hér um að ræða kynningarverkefni markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar á myndlistarmönnum bæjarins. Listamaður júlímánaðar er Jófríður Jóna Jónsdóttir.
Jófríður er fædd 18. júlí 1932 að Reykjanesvita og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Þá flutti hún til Keflavíkur og hefur búið þar síðan. Hún hefur stundað list sína árum saman og sótt námskeið víða, m.a. hefur hún verið félagi í myndlistardeild Baðstofunnar frá árinu 1985. Hennar helstu leiðbeinendur hafa verið Eiríkur Smith listmálari og synir hennar, myndlistarmennirnir Jón Ágúst Pálmason og Kristinn Már Pálmason. Jófríður hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a. á vegum Baðstofunnar í Keflavík.
Jófríður er fædd 18. júlí 1932 að Reykjanesvita og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Þá flutti hún til Keflavíkur og hefur búið þar síðan. Hún hefur stundað list sína árum saman og sótt námskeið víða, m.a. hefur hún verið félagi í myndlistardeild Baðstofunnar frá árinu 1985. Hennar helstu leiðbeinendur hafa verið Eiríkur Smith listmálari og synir hennar, myndlistarmennirnir Jón Ágúst Pálmason og Kristinn Már Pálmason. Jófríður hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a. á vegum Baðstofunnar í Keflavík.