Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jetskikappsigling á ljósanótt
Miðvikudagur 13. ágúst 2003 kl. 11:38

Jetskikappsigling á ljósanótt

Áhugahópur um Jetski í Reykjanesbæ mun verða með jetski kappsiglingu á ljósanótt fyrir neðan nýju uppfyllinguna við Hafnargötuna. Keppnin fer fram á laugardeginum og hefst hún kl. 13.30. Sex keppendur innan áhugahópsins munu keppa í þessari kappsiglingu þar sem einungis heiðurinn er að veði. Jetskiin sem keppt verður á eru engin smá smíði, 160 hestöfl og komast í allt að 110 km. hraða á klukkustund.Sigurður Gunnarsson, einn af stofnendum áhugahóps um Jetski, sagði í samtali við Víkurfréttir að keppnin yrði í mótorkrossstíl. „Við munum afmarka braut með baujum. Allir keppendur „reisa“ á sama tíma og verða farnir 3x10 hringir þar sem tekin er pása milli hverrar lotu. Sá sem sigrar í flestum lotum er sigurvegari“.
Fólki mun gefast kostur á að skoða skíðin en þau verða til sýnis að lokinni keppni.
Strákarnir í áhugahópnum munu einnig bjóða almenningi upp á ferðir á gúmmíbanana sem dreginn er á eftir jetski. Slíkar ferðir tíðkast á sólarströndum og eru oftar en ekki mjög vinsælar. Ferðirnar á banananum byrja að hádegi á laugardeginum og standa yfir allan daginn. „Fólk getur farið smá rúnt með okkur á banana því að kostnaðarlausu. Sex farþegar komast í hverja ferð og munum við vera með galla og annan aðbúnað fyrir fólk“, segir Sigurður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024