Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jesus og U2 á Ásbrú
Þriðjudagur 24. september 2013 kl. 17:03

Jesus og U2 á Ásbrú

Kór Keflavíkurkirkju ræðst sjaldnast á garðinn þar sem hann er lægstur. Á vormánuðum flutti kórinn rokkóperuna Jesus Christ Superstar í kirkjum á Suðurnesjum við ítrekaðan húsfylli. Áður hafði kórinn einnig flutt svokallaða U2 messu. Nú hefur verið settur saman kokteill úr þessu tvennu og nú mun Kór Keflavíkurkirkju flytja Jesus Christ Superstar ásamt rokkperlum eftir hljómsveitina U2. Einsöngvarar verða þeir Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Sigurður „kapteinn“ Ingimarsson.

Stjórnandi verksins er Arnór B. Vilbergsson organisti í Keflavíkurkirkju en hann hefur einnig útsett tónlistina sérstaklega fyrir kórinn og hljómsveitina.

Dagskráin verður flutt í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú fimmtudaginn 3. október nk. kl. 20:00. Miðaverð er 2000 kr. og fer miðasala fram á midi.is.

Á föstudagskvöldinu 4. október verður dagskráin flutt í Akureyrarkirkju.

Myndbandið frá frá því í vor þegar unnið var að uppsetningu á rokkóperunni í Keflavíkurkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024