Jazztónleikar í Grindavík
Í gær hófst Jazzhátíð í Reykjavík og af því tilefni verða jazztónleikar á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík á laugardaginn kl. 12:00 í hádeginu. Þar munu Sunna Gunnlaugsdóttir og hollenski saxófónleikarinn Maarten Ornstein leika dúetta.
Maarteen starfrækir annars hljómsveitina Dash sem sækir í rætur eþnískrar tónlistar frá ýmsum svæðum auk hins hefðbundna og óhefðbundna í jazztónlistinni. Það verður áhugavert að sjá hvernig leikur Maartens blandast hinni lýrísku Sunnu Gunnlaugs. Á dagskránni verður tónlist eftir þau tvö, Bítlana, Thelonious Monk, Bill Frisell og fl.
Að sögn Aðalgeirs Jóhannssonar á Bryggjunni er þetta mikill heiður fyrir Grindavík að fá tónleikana hingað. Bryggjan hefur verið vettvangur jazztónleika og vildi Maarten Ornstein halda tónleika í Grindavík áður en hann heldur af landi brott síðdegis á laugardaginn, eða við hljóðveginn frá Reykjavík til Hollands eins og hann komst að orði.