Jazzfjelag Suðurnesjabæjar með fyrstu tónleika ársins 25. febrúar
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar hefur nú menningarstarfsemi sína árið 2021 með fyrstu tónleikum ársins fimmtudaginn 25. febrúar en þá verður það jazzsveitin kunna ADHD sem leikur á tónleikum á bókasafni Sandgerðis.
Þrátt fyrir undarlegt ástand síðustu misseri, þá hafa þeir félagar í ADHD þó ekki setið auðum höndum, hafa m.a. tekið upp nýtt efni á tilvonandi plötu, ADHD 8, og spilað á nokkrum tónleikum, nú síðast í Hörpu sem hluti af vetrardagskrá jazzklúbbsins Múlinn. Á efnisskrá tónleikanna verða lög, sum glæný, önnur eldri, sum alveg hundgömul. Meðlimir ADHD eru, Óskar Guðjónsson sem leikur á saxófón, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson leikur á píanó og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen.
Tónleikarnir hefjast kl.20:00. Aðgangur er ókeypis.
ATH. Til að tryggja sér miða á tónleika ADHD þarf að senda tölvupóst á [email protected] og panta sæti og gefa upp nafn og símanúmer.
Að sjálfsögðu verður 1 metra reglan virt sem og grímuskyldan.
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja og Suðurnesjabæ.
https://www.facebook.com/