Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 22:07

JÁKVÆÐAR BREYTINGAR HEILBRIGÐISSTOFNUNAR

Heilsugæsla Suðurnesja og Sjúkrahús Keflavíkur hafa verið sameinuð í eina stofnun og stefna til framtíðar mörkuð. Nýtt skipurit hefur verið hannað fyrir hina nýju stofnun og skv. því minnka áhrif stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar og Jóhann Geirdal, framkvæmdastjóri, svarar beint til Heilbrigðisráðuneytisins. Að sögn Kristmundar Ásmundssonar, lækningaforstjóra og yfirlæknis heilsugæslusviðs, hefur stefnan verið ákveðin og samstarf við heilbrigðisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu eflt. „Eftir að kjaranefnd færði heimilislækna úr launahvetjandi kerfi og á föst laun hefur reynst afar erfitt að fá lækna til starfa á landsbyggðinni. Þrátt fyrir þetta hefur okkur tekist að ráða inn 5 nýja lækna á þessu ári“ sagði Kristmundur Ásmundsson í samtali við blm Víkurfrétta. Nánar verður fjallað um breytingarnar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á næstunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024