Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Íþróttamaðurinn skellir sér á Ljósanæturballið
Laugardagur 2. september 2017 kl. 07:00

Íþróttamaðurinn skellir sér á Ljósanæturballið

-Kristófer Sigurðsson hefur sjaldan misst af flugeldasýningunni á Ljósanótt

Við hvað starfar þú?
„Ég vinn í farþegaþjónustu IGS en byrja bráðum aftur í háskólanum.“

Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt?
„Ætli ég verði ekki bara umkringdur fjölskyldu og vinum, horfi á flugeldasýninguna og skelli mér svo á Ljósanæturballið á laugardeginum. Verð að sjálfsögðu edrú, enda íþróttamaður.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári?
„Ég hef sjaldan misst af flugeldasýningunni.“

Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt?
„Hátíðin hefur að mínu mati heppnast mjög vel síðustu árin. Það eina sem vantar þetta árið er fornbílaaksturinn niður Hafnargötuna. Mér finnst mega endurskoða það að hætta við hann.“

Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á?
„Ég mun að öllum líkindum fara niður í bæ og bara rölta um. Ekkert sérstakt í huga fyrir utan Ljósanæturballið.“


Enginn fornbílaakstur verður á hátíðinni í ár vegna öryggisráðstafanna.