Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íþróttadagur Holtaskóla
Miðvikudagur 13. september 2006 kl. 18:07

Íþróttadagur Holtaskóla

Um 500 nemendur og starfsmenn við Holtaskóla í Reykjanesbæ gengu fylktu liði frá skólanum inn í Reykjaneshöll sl. þriðjudag þegar íþróttadagur Holtaskóla fór fram.

Í Reykjaneshöll reyndu nemendur fyrir sér í hinum ýmsu íþróttum og leikjum. Mesta athygli vöktu þó hoppukastalinn sem eldri nemendurnir höfðu ekki síður gaman af en yngstu nemendurnir, klessubíllinn og veltubíllinn. Klessubíllinn líkir eftir árekstri á 20 km hraða og veltubíllinn var svo vinsæll hjá krökkunum að lengja þurfti íþróttadaginn í Reykjaneshöll svo allir nemendur fengju að prófa hann.

Ekki var á öðru séð en að nemendur kynnu vel að meta íþróttadaginn eða eins og einn nemandinn orðaði það beint frá hjartanu: ,,....af hverju getum við ekki haft einn svona skóladag í hverri viku.“

Holtaskóli vill nota tækifærið og þakka starfsmönnum Reykjaneshallarinnar, lögreglunni og starfsmönnum tryggingafélagnanna  fyrir lipurð, jákvæðni og þolinmæði á íþróttadeginum.

Hægt er að skoða myndasafn frá íþróttadegi Holtaskóla með því að fara í Ljósmyndasafn Víkurfrétta hér hægra megin á síðunni.

[email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024