Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íþrótta- og leikjanámskeið Sandgerðisbæjar
Föstudagur 13. júlí 2007 kl. 15:04

Íþrótta- og leikjanámskeið Sandgerðisbæjar

Íþrótta- og leikjanámskeiðið er haldið á vegum íþróttamiðstöðvarinnar í Sandgerði. Námskeiðið hefur verið fastur þáttur í tilverunni hjá börnum í bænum og hefur alla tíð verið mjög vinsælt. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. júlí og lýkur föstudaginn 27. júlí. Á námskeiðinu er miðað að því að nemendur kynnist nokkrum íþróttagreinum en hins vegar ekki gengið út frá því að þau læri undirstöðuatriði þeirra. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri útiveru og áhersla lögð á börnin bæti bæði andlegan sem líkamlegan þroska. Umfram allt á Íþrótta- og leikjanámskeið að vera skemmtilegt og líflegt þannig að allir hafi gagn og gaman af.

Umsjónarmaður með námskeiðinu er Sigurpáll Árnason. Sigurpáll er formaður Tómstundarráðs Sandgerðisbæjar. Hann hefur stúdentspróf af íþróttabraut M.L. Hefur stundað þroskaþjálfanám við Kennaraháskóla Íslands og kenndi í vetur í afleysingum við Grunnskólann í Sandgerði. Honum til aðstoðar er Rúnar Gissurarson.

 

Dagskrá
Nánari dagskrá verður birt síðar.
Þegar eitthvað sérstakt stendur til, s.s. ferðalag, óvissuferð, sund og þess háttar verða sendir út miðar deginum áður til foreldra/forráðamanna með öllum upplýsingum.

Mæting
Eldri hópur 9-12 ára
- Krakkar fæddir 1995, 1996, 1997 og 1998 mæta kl; 09°° og eru til kl; 10;55 (Nema annað sé auglýst)

Yngri hópur 6-8 ára
Krakkar fæddir 1999, 2000, 2001 mæta kl; 11;30 og eru til kl; 13;25 (nema annað sé auglýst)

Nesti og búnaður
- Börnin eru hvött til að taka með sér hollt nesti
- Sælgæti og gos ekki leyfilegt
- Koma klædd eftir veðri
- Allt sjoppuráp er stranglega bannað
- Merkið öll föt, nestisbox og annað sem barnið hefur með sér með nafni og símanúmeri

Innritun
- Innritun fer fram við Íþróttamiðstöð Sandgerðisbæjar daglega kl; 13.00

Námskeiðisgjald
- Kr. 2,500,- og greiðist við innritun

Systkinaafsláttur
- Annað systkinið borgar 1,250,-
- Þriðja systkinið fær frítt

Markmið Íþrótta- og leikjanámskeiðsins
- Kynna þáttakendum ýmsar íþróttagreinar
- Efla félagsþroska og samskiptahæfni
- Aukin hreyfifærni og bætt líkamsþrek
- Þáttakendur kynnist náttúrunni betur og upplifi umhverfi sitt á nýjan hátt
- Stuðla að aukinni útiveru barna og hvetja þau til að nýta umhverfi sitt til margbreytilegra leikja
- Koma saman með öðrum börnum og skemmta sér ærlega

Fréttatilkynning

Mynd: VF.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024