Íslensku tónlistarverðlaunin: Hjálmar og Baggalútur tilnefndir
Köntrísveit Baggalúts hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í dag. Reggísveitin Hjálmar hlaut tvær tilnefningar. Baggalútur var tilnefndur til plötu ársins í dægurtónis með plötuna „Pabbi þarf að vinna“ en Geimsteinn, útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar, gefur bæði út plötur Baggalúts og Hjálma.
Aðrar tilnefningar Baggalúts eru bjartasta vonin og lag og texti ársins við lagið „Pabbi þarf að vinna.“ Hjálmar eru tilnefndir til bestu plötu ársins í flokki popptónlistar með sína aðra geislaplötu sem ber heiti hljómsveitarinnar, Hjálmar. Einnig eru þeir tilnefndir í flokki flytjenda ársins.
Geimsteinn, Hjálmar og Baggalútur gætu því átt von á ríkulegri uppskeru þetta árið.
VF-mynd/ Nokkrir af meðlimum Hjálma á útgáfutónleikum Geimsteins á Ránni um síðastliðna viku.