Íslensku Tónlistarverðlaunin: Baggalútur fær þrjár tilnefningar
Hin hálf-keflvíska hljómsveit Baggalútur er tilnefnd til þrennra verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum en tilnefningar voru kynntar í dag.
Einn forvígismanna Baggalúts er Guðmundur Kristinn Jónsson, maður ársins 2005 hjá VF, en þeir gefa út plötur sínar hjá Geimsteini Rúnars Júlíussonar.
Nýja platan þeirra, Aparnir í Eden, er tilnefnd sem besta platan í flokki dægurtónlistar, lagið Allt fyrir mig, sem Björgvin Halldórsson söng með þeim er tilnefnt sem lag ársins og loks er hljómsveitin tilnefnd sem flytjandi ársins og er þar í félagsskap með ekki minni spámönnum en Bubba Morthens og fyrrnefndum Björvini Halldórssyni.
Hér má sjá heimasíðu hljómsveitarinnar
Mynd/Gúndi