Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Íslenskt haust  Jóns og félaga í nýrri ljósmyndabók
Jón Sveinsson og nýja ljósmyndabókin. VF/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 11. júlí 2023 kl. 06:04

Íslenskt haust Jóns og félaga í nýrri ljósmyndabók

Ljósmyndarar Iceland The Photographer’s Paradise á Facebook leggja til fallegar Íslandsmyndir

Iceland The Photographer’s Paradise — Autumn er nafn veglegrar ljósmyndabókar sem er  komin út. Það er Keflvíkingurinn Jón Sveinsson sem á veg og vanda af bókinni í samstarfi við Forlagið. Þetta er önnur ljósmyndabókin sem unnin er í samstarfi Forlagsins og Jóns hefur í um áratug farið fyrir hópi áhugaljósmyndara á Facebook. Þar er hópur sem ber nafn bókarinnar, Iceland The Photographer’s Paradise, og meðlimir eru yfir 68.000 talsins. Reglan er að aðeins séu birtar myndir frá Íslandi.

Í fyrstu bókinni voru Íslandsmyndir frá öllum árstíðum en nýjasta bókin inniheldur íslenska haustið eins og það gerist fallegast. Ljósmyndararnir sem leggja til myndir í þessa bók eru færri en í þeirri fyrstu. Þá má geta þess að í nýju bókinni, sem er öll hin glæsilegasta, eru mun fleiri myndir úr safni Jóns sjálfs, sem hefur verið duglegur að ferðast um Ísland þvert og endilangt með myndavélina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024