Íslenskt haust Jóns og félaga í nýrri ljósmyndabók
Ljósmyndarar Iceland The Photographer’s Paradise á Facebook leggja til fallegar Íslandsmyndir
Iceland The Photographer’s Paradise — Autumn er nafn veglegrar ljósmyndabókar sem er komin út. Það er Keflvíkingurinn Jón Sveinsson sem á veg og vanda af bókinni í samstarfi við Forlagið. Þetta er önnur ljósmyndabókin sem unnin er í samstarfi Forlagsins og Jóns hefur í um áratug farið fyrir hópi áhugaljósmyndara á Facebook. Þar er hópur sem ber nafn bókarinnar, Iceland The Photographer’s Paradise, og meðlimir eru yfir 68.000 talsins. Reglan er að aðeins séu birtar myndir frá Íslandi.
Í fyrstu bókinni voru Íslandsmyndir frá öllum árstíðum en nýjasta bókin inniheldur íslenska haustið eins og það gerist fallegast. Ljósmyndararnir sem leggja til myndir í þessa bók eru færri en í þeirri fyrstu. Þá má geta þess að í nýju bókinni, sem er öll hin glæsilegasta, eru mun fleiri myndir úr safni Jóns sjálfs, sem hefur verið duglegur að ferðast um Ísland þvert og endilangt með myndavélina.