Íslenski saxofónkvartettinn í Kirkjulundi
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar stendur fyrir tónleikum sunnudaginn 29. október kl. 17.00 í Kirkjulundi. Þar leikur saxófófónkvartett sem skipaður er eftirfarandi tónlistarmönnum: Vigdísi Klöru Aradóttur, sópransaxófónn, Peter Tompkins, alt/tenórsaxófónn, Sigurði Flosasyni, alt/tenórsaxófónn og Guido Bäumer, barítónsaxófónn.
Á efnisskráni verður “hefðbundin” saxófóntónlist eftir frönsku tónskáldin Isaac Albéniz, Jacques Ibert og Jean Francaix en einnig verða leiknir tangóar eftir argentíska tónskáldið Astor Piazzolla. Mörg þessara verka hafa aldrei verið leikin á Íslandi fyrr og er þetta frumraun þessa nýja kvartetts. Tónlistarunnendur eru hvattir til að grípa tækifærið og njóta þessa einstaka viðburðar.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við FÍT og FÍH, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Miðar eru seldir við innganginn og er miðaverðið kr. 1.000. Eldri borgarar greiða aðeins kr. 500 og frítt fyrir nemendur 18 ára og yngri.
Á efnisskráni verður “hefðbundin” saxófóntónlist eftir frönsku tónskáldin Isaac Albéniz, Jacques Ibert og Jean Francaix en einnig verða leiknir tangóar eftir argentíska tónskáldið Astor Piazzolla. Mörg þessara verka hafa aldrei verið leikin á Íslandi fyrr og er þetta frumraun þessa nýja kvartetts. Tónlistarunnendur eru hvattir til að grípa tækifærið og njóta þessa einstaka viðburðar.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við FÍT og FÍH, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Miðar eru seldir við innganginn og er miðaverðið kr. 1.000. Eldri borgarar greiða aðeins kr. 500 og frítt fyrir nemendur 18 ára og yngri.