Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íslendingasagnakvöld í kvöld
Þriðjudagur 24. nóvember 2009 kl. 10:21

Íslendingasagnakvöld í kvöld


Söguandinn mun svífa yfir vötnum í Vogum í kvöld þegar efnt verður til Íslendingasagnakvölds í Álfagerði kl. 20.
Þorvaldur Sigurðsson, íslenskukennari við FS, fjallar um Íslendingasögurnar og tekur sérstaklega fyrir Hrafnkelssögu Freysgoða.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Íslendingasagnakvöldin er hluti af verkefninu Kynning á bókmenntaarfinum sem almenningsbókasöfnin á Suðurnesjum standa saman að. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024