Mannlíf

Íslandsmót í áhaldafimleikum um helgina
Bikarmeistarar Keflavíkur í 5. þrepi verða á meðal þáttakenda um helgina.
Laugardagur 28. mars 2015 kl. 06:00

Íslandsmót í áhaldafimleikum um helgina

Fimleikadeild Keflavíkur sendir fjölmarga keppendur á Íslandsmót í þrepum um helgina sem haldið er í aðstöðu fimleikadeildar Ármanns í Laugabóli. Keflvíkingar hafa verið sigursælir á bikarmótum í ár og verður spennandi að sjá hvort fimleikamenn og -konur fylgi eftir þeim frábæra árangri um helgina.
 
Veitt eru verðlaun í fjölþraut í hverjum aldursflokki og svo er krýndur 1 Íslandsmeistari í hverju þrepi.
 
Á heimasíðu fimleikasambandsins má finna skipulag fyrir helgina fyrir áhugasama en keppni hefst nú í morgunsárið og lýkur á morgunn.
 
Víkurfréttir munu fylgjast grannt með gangi mála um helgina og færa fréttir af helstu úrslitum.
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024