Íslandsmeistarar Keflavíkur fengu gullmerki
Íslandsmeistarar Keflavíkur árin 1964, 1969, 1971 og 1973 voru heiðraðir með gullmerki knattspyrnudeildar Keflavíkur í sérstöku vígsluhófi sem haldið var á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær. Hófið var í tilefni þess að endurbættur knattspyrnuvöllur var tekinn í notkun í gær.
Góð mæting var hjá gömlum kempum gullaldarára Keflavíkur í knattspyrnunni, sem fylltu sviðið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þegar þær tóku við gullmerki Keflavíkur. Þá var látinna félaga úr hópnum minnst.
Keflavíkurliðið mætti einnig á svið og klæddust allir leikmenn bolum með mynd af Rúnari Júlíussyni, sem var í liðinu 1964.
Fjölmörg ávörp voru flutt við þetta tækifæri og að lokum var boðið til veislu sem bakaríin í Keflavík buðu uppá.
Skoða stóra mynd af gullaldarliðinu með því að smella hér.
Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson