Íslandsbanki og Karlakórinn hljóta menningarverðlaunin
Karlakór Keflavíkur og Íslandsbanki í Keflavík hlutu menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2003, en verðlaunin voru veitt í dag í Listasafni Reykjanesbæjar. Björk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar veitti verðlaunin fyrir hönd bæjarins og sagði við það tilefni að Karlakórinn hefði fyrr á árum haldið uppi menningarlífi í bænum og að starf kórsins hefði alla tíð verið mjög öflugt. Björk sagði að Íslandsbanki hefði stutt ötullega við menningarlíf í Reykjanesbæ í gegnum árin og væri einn helsti stuðningsaðili menningar á svæðinu.
Einnig var veittur styrkur til einstaklinga og samtaka fyrir gott menningarstarf.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Feðginin Steinn Erlingsson formaður Karlakórs Keflavíkur og Una Steinsdóttir útibússtjóri Íslandsbanka í Keflavík veittu menningarverðlaunum Reykjanesbæjar 2003 viðtöku í dag.