Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ísland er land þitt – Ljósmyndir úr safni elg
Sunnudagur 7. júní 2009 kl. 11:01

Ísland er land þitt – Ljósmyndir úr safni elg


Annað myndasafn í ljósmyndaröðinni Ísland er land þitt er nú komið inn á ljósmyndavef  Víkurfrétta. Þar sýnum við landslags- og náttúruljósmyndir úr safni Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara Víkurfrétta. Myndirnar eru teknar víðsvegar um landið. Þriðja myndaröðin verður birt í lok vikunnar þar sem sjónum verður einkum beint að náttúruperlum hér á Reykjanesskaganum.

Samkvæmt könnun Ferðamálastofu ætla níu af hverjum tíu Íslendingum að ferðast innanlands í sumar en almennur áhugi á því hefur aukist gríðarlega. Ísland hefur upp á margt að bjóða og ekki þarf að fara langt til að njóta þess besta í stórkostlegri náttúru og ferðatengdri afþreyingu.

Fyrstu myndröðina má sjá hér: Ísland er land þitt.
 -
 
 
Ljósmynd/elg - Fagraskógarfjall.
 
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024