Ísland er land þitt – Ljósmyndir úr safni elg
Samkvæmt könnun Ferðamálastofu ætla níu af hverjum tíu Íslendingum að ferðast innanlands í sumar. Rúmlega 60% aðspurðra ætla eingöngu að ferðast innanlands.
Enda hefur Ísland upp á margt að bjóða, svo mikið er víst. Og ef einhver setur fyrir sig bensínhækkanir þá þarf ekki að fara langt til að njóta þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í stórkostlegri náttúru og ferðatengdri afþreyingu.
Af þessu tilefni ætlar ljósmyndavefur vf.is að birta á næstunni fallegar landslags- og náttúruljósmyndir úr safni Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara Víkurfrétta. Er vel við hæfi að þær birtist hér undir heitinu Ísland er land þitt, með skírskotun í hið þekkta ljóð Margrétar Jónsdóttur sem fengið hefur sess sem eins konar seinni þjóðsöngur Íslendinga.
Ljósmyndirnar hefur Ellert tekið á ferðalögum og gönguferðum sínum í íslenskri náttúru undanfarin ár, bæði hér á Reykjanesskaganum og víða um land.
Fyrsta myndröðin er komin inn á ljósmyndavefinn. Njótið vel.
--------
--------
Efri mynd: Andspænis náttúruöflunum við Dettifoss. Ljósm/elg
Neðri mynd: Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta.