Íshögg við Icelandair hótelið í Keflavík
Í dag, laugardaginn 9. desember, kl: 18:00 mun myndhöggvarinn Jón Adólf Steinólfsson töfra fram listaverk úr ís.
Gjörningurinn fer fram fyrir framann innganginn í Kjarna hjá Icelandair Hótelinu í Keflavík.
Jón hefur getið sér gott orð sem myndhöggvari víðsvegar á ferlinum - bæði á Íslandi og úti í hinum stóra heimi, en gefum honum sjálfum orðið:
„Með námskeiði í tréskurði,sem ég fékk í jólagjöf fyrir mörgum árum frá móður minni, rættust draumarnir svo ekki varð aftur snúið.
Eftir nám á Íslandi og í Austuríki, hef ég um árabil lagt stund á list mína í Englandi hjá einum fremsta trélistamanni þarlendis, Ian Norbury. Síðan hef ég bætt marmara og öðrum steintegundum við listann, og nú er bara að sjá hvað ísinn hefur að geyma, ho ho!“
Þess má geta, að steinlistarverkið Sjávarguðin Ægir sem er fyrir framan Icelandair Ho telið í Keflavík er einnig eftir Jón Adolf Steinólfsson.