Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Isavia gefur Fjölsmiðjunni fjölda húsgagna
    Fulltrúar Fjölsmiðjunnar flytja húsgögn í bílinn.
  • Isavia gefur Fjölsmiðjunni fjölda húsgagna
    Einar af dyrum að hótelherbergi sem senn verður rifið.
Laugardagur 18. október 2014 kl. 11:00

Isavia gefur Fjölsmiðjunni fjölda húsgagna

Til stendur að rífa hótel Varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli.

„Valdimar Örn Valsson, sem sér um eignir fyrir Isavia á landsvísu, hafði samband við okkur og sagði að þarna væru húsgögn sem gætu nýst okkur vel. Við bara tókum því fagnandi,“ segir Sigurgeir Tómasson, starfsmaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum. Til stendur að rífa bygginguna sem hýsti áður hótel fyrir Varnarliðsmenn og gesti þeirra við hlið gömlu flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Fjöldi vel með farinna húsganga, rafmagnstækja og ýmiss annars hafði staðið þar óhreyfður síðan Varnarliðið fór af landi brott fyrir átta árum. Sigurgeir segir að þegar hafi selst nokkur húsgögn í Nytjamarkaði Fjölsmiðjunnar við Iðavelli, en starfsfólkið þar er duglegt að setja inn myndir af vörum sem eru þar til sölu. „Það munar rosalega mikið um allar svona gjafir, þær koma sér aldeilis vel. Margur hefði örugglega viljað vera með hótel og hafa slík húsgögn þar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósabúnaður skrúfaður niður.

Vel með farin og massíf húsgögn.

Einnig sófar og stólar.

Hótelið.

VF/Olga Björt