Ísak og Margrét nota msn daglega
Fréttaskýringaþátturinn Kompás hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga en s.l. sunnudag var tekið fyrir hvernig fullorðnir menn reyna að tæla börn í gegnum internetið. Var samskiptaforritið msn þá mikið til umræðu en óprúttnir aðilar nota msn í miklu mæli til þess að hafa samskipti við börn og unglinga.
Í blaði Víkurfrétta sem kom út í gær var gerð athugun á þessu máli með hliðsjón af Suðurnesjunum. Enn fremur ræddu Víkurfréttir við Margréti Láru og Ísak Berg, nemendur í 10. bekk í Grunnskóla Njarðvíkur en þau nota msn daglega.
Margrét Lára Harðardóttir
Notar þú msn?
Já, ég nota það daglega til þess að tala við vini mína.
Hefur þú orðið fyrir óæskilegu áreiti af ókunnum á msn?
Já, það var leitað eftir upplýsingum um mig. Ég eyddi viðkomandi strax út af msn og myndi gera það sama ef þetta kæmi aftur fyrir.
Ert þú með bloggsíðu þar sem póstfangið þitt kemur fram?
Já
Sást þú Kompás s.l. sunnudag?
Nei, ég missti af þættinum en hann var tekinn upp fyrir mig og ég ætla að horfa á hann.
Ísak Berg Jóhannsson
Notar þú msn?
Já, á hverjum degi.
Hefur þú orðið fyrir óæskilegu áreiti af ókunnum á msn?
Nei, en ég hef talað við mikið af ókunnugu fólki á msn.
Ert þú með bloggsíðu þar sem póstfangið þitt kemur fram?
Ég hef verið með bloggsíður en nenni lítið að sinna þeim.
Sást þú Kompás s.l. sunnudag?
Já,og mér fannst þetta „sick.“