Fimmtudagur 29. desember 2005 kl. 14:34
Ísabella var ótrúlega heppin
Hún Ísabella Þorsteinsdóttir var ótrúlega heppin þegar hún vann flugmiða í Jólalukku Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum.
Vinningsmiðann fékk Ísabella í Ótrúlegu búðinni við Hafnargötu og voru Ísabella og móðir hennar hinar kátustu þegar þær tóku á móti verðlaununum á skrifstofu Víkurfrétta.