Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ísabel er FS-ingur vikunnar
Ísabel Jasmín.
Laugardagur 11. nóvember 2017 kl. 05:00

Ísabel er FS-ingur vikunnar

FS-ingur: Ísabel Jasmín Almarsdóttir

Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur? Er úr Grindavík og er á 18. ári

Helsti kostur FS? Alltaf stuð í FS bara

Hver eru þín áhugamál? Fótbolti

Hvað hræðist þú mest? Sjóinn

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Áslaug Gyða er næsti Einstein

Hver er fyndnastur í skólanum? Dröfn Einars

Hvað sástu síðast í bíó? American Made

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó er möst

Hver er þinn helsti galli? Ég ofhugsa bókstaflega allt

Hver er þinn helsti kostur? Ég er stundvís

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi breyta mætingareglunum, finnst það eigi að vera frjáls mæting eftir átján ára aldur

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er alveg ágætt

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ekki alveg ákveðið en langar að fara í skóla í USA

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Nálægt höfuðborginni og flugvellinum

Eftirlætis-
Kennari: Ásgeir eðlisfræðikennari
Fag í skólanum: Stærðfræði
Sjónvarpsþættir: Friends og Grey´s Anatomy
Kvikmynd: Engin ákveðin, er meira í þáttunum
Hljómsveit/tónlistarmaður: The Weeknd
Leikari: Kevin Hart