Íris sýnir Með rauða kúlu á maganum
Íris Eggertsdóttir opnaði í gær sýningu undir yfirskriftinni Með rauða kúlu á maganum. Íris Eggertsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands í vor og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Hún sýnir í Fischershúsinu við Hafnargötu 2 en það er í fyrsta sinn sem myndlistarsýning er haldin þar.Húsnæðið er gamla búðin í Fischersverslun með upprunalegum innréttingum. Gengið er inn frá Hafnargötu og verður sýningin opin yfir ljósanótt.