Írafár spilar í Myllubakkaskóla
Hljómsveitin Írafár hélt tónleika í íþróttahúsi Myllubakkaskóla í kvöld og er óhætt að segja að spenningurinn væri mikill í salnum þegar hljómsveitin og Birgitta Haukdal stigu á svið. Fjölmenni var á tónleikunum, en Írafár er að endurgjalda greiða þegar Myllubakkaskóli lánaði þeim Sundhöll Keflavíkur til afnota. Í Sundhöllinni var nýjasta myndband hljómsveitarinnar tekið upp. Mikil stemmning myndaðist í salnum og tóku krakkarnir vel undir, enda gjörþekkja þau lög hljómsveitarinnar.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Írafár á tónleikum í Íþróttahúsi Myllubakkaskóla í kvöld.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Írafár á tónleikum í Íþróttahúsi Myllubakkaskóla í kvöld.