Instagram: Strandaði í snjóstormi
Instagram leikur Víkurfrétta heldur áfram og eru lesendur okkar duglegir við að merkja Víkurfréttir við myndir sínar. Yfir 1200 myndir eru nú merktar #vikurfrettir á Instagram og má þar sjá fjölmargar skemmtilegar myndir úr samfélaginu á Suðurnesjum.
Sigurvegarinn í þessari viku er Róbert Smári Jónsson úr Reykjanesbæ. Hann tók skemmtilega mynd af hundinum sínum sem barðist í gegnum snjóstorminn í miðri síðustu viku. Róbert Smári segist hafa verið að leika við heimilishundinn þegar hann ákvað að kasta bolta út í snjóinn. Ekki vildi betur til en að hann festist í snjónum eftir að hafa reynt að ryðja sér leið að boltanum. Skemmtileg mynd. Í verðlaun hlýtur Róbert gjafabréf frá Bláa lóninu, Olsen Olsen og Sambíóunum.
Aðrar álitlegar myndir sem sjá má hér að neðan eru teknar af þeim Kristínu Helgu, Ingibjörgu Ösp, Thelmu Hrund, o.fl.
Róbert Smári hlaut fyrstu verðlaun fyrir þessa mynd. Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem sendar hafa verið inn á instagram og merktar #vikurfrettir.