Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Instagram-myndirnar ykkar á Ljósanótt
Þessi glæsilega mynd var merkt #ljosanott2014, átt þú ekki eina góða?
Föstudagur 5. september 2014 kl. 12:14

Instagram-myndirnar ykkar á Ljósanótt

Átt þú mynd sem gæti fært þér vinning?

Reykjanesbær og Víkurfréttir standa aftur fyrir skemmtilegum ljósmyndaleik í tengslum við Ljósanótt þar sem snjallsíminn getur fært fólki glæsilega vinninga. Nú leitum við til bæjarbúa og gesta til þess að fanga andrúmsloftið á einni glæsilegustu bæjarhátíð landins með ljósmyndum. Það eina sem þú þarf að gera er að merkja myndina þína frá hátíðarhöldunum #ljosanott2014 á ljósmyndaforritinu Instagram.

Nú þegar hafa íbúar og gestir tekið við sér og myndað stemninguna það sem af er hátíð. Afraksturinn má sjá hér að neðan og á Ljósmyndavef okkar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndin þarf á sem bestan hátt að fanga stemninguna á Ljósanótt og að sjálfsögðu skemmir ekki að myndin sé falleg og frumleg. Vinningshafar verða birtir í Víkurfréttum þann 11. september en þriggja manna dómnenfnd velur sigurvegara. Myndir verða einnig birtar á vefsíðu Víkurfrétta vf.is á meðan Ljósanótt stendur yfir.

1. verðlaun - IdeaTab A7600 spjaldtölva frá Lenovo frá Nýherja að verðmæti 35 þús. Spræk og skemmtileg spjaldtölva sem hentar vel í alla afspilun og leiki. Einnig sex mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú

 

2.verðlaun - Árskort í Sundmiðstöð/Vatnaveröld Sunnubraut að verðmæti 22. þús. Einnig þriggja mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú

 

3. verðlaun - 15 þúsund kr. inneign í Netto Krossmóa. Einnig eins mánaðar kort í Sporthúsið á Ásbrú.