Instagram myndir vikunnar
Þessar Instagram myndir eru komnar í pottinn þessa vikuna og eiga möguleika á birtingu myndar sinnar í Víkurfréttum næsta fimmtudag. Verðlaunin þessa vikuna er máltíð fyrir tvo á Olsen Olsen og miðar á heimaleik Keflavíkur í fótbolta.
Í næstu viku fer af stað nýr Instagram leikur á vegum Víkurfrétta og Reykjanesbæjar í tengslum við Ljósanótt. Leikurinn verður auglýstur nánar í næsta tölublaði Víkurfrétta.
Þessar þrjár keflvísku stelpur hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu síðustu helgi. Þær voru hluti af Hlaupahóp Röggu Ragg sem hljóp til styrktar Ljóssins.
Brynjar Leifsson, meðlimur hljómsveitarinnar Of Monsters and Men tekur alltaf skemmtilegar myndir frá sviðinu af áhorfendaskaranum. Engar skýringar voru á bak við þessa mynd en hér virðist gallharður stuðningsmaður Keflavíkur í fótbolta hafa komist fremst, fyrir framan alla aðra tónleikagesti.
Hafnargatan var flott í næturhúminu.
Suðurnesjasveitin Tabula Rasa er byrjuð að æfa saman aftur eftir langt hlé. Hér er gítarleikarinn Finnbjörn á æfingu.
Ungur Suðurnesjamaður vann landsliðstreyju í leik íslenska landsliðsins með því að hitta úr skoti.