Instagram myndir vikunnar
Lumar þú á góðri mynd?
Hér að neðan má sjá nokkrar Instagram myndir frá lífinu á Suðurnesjum. Þar kennir ýmissa grasa og margar skemmtilegar myndir sem okkur bárust. Þessar myndir eiga möguleika á að vinna sér inn glæsileg verðlaun og munu þrjár bestu myndirnar birtast í blaði Víkurfrétta næstkomandi fimmtudag.
Eins og fram hefur komið erum við á VF farin af stað með skemmtilegan leik þar sem notast er við myndaforritið Instagram. Það eina sem þú þarft að gera er að merkja þín mynd #vikurfrettir. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrir sigurmyndina í hverri viku fær sigurvegarinn aðgang fyrir fjóra í Bláa Lónið, bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík og Pizzaveislu fyrir fjóra á Langbest. Verðmæti vinninga er því veglegt og um að gera að taka þátt.
Tókst þú skemmtilega mynd um helgina? Enn er tími fram á miðvikudag til þess að merkja myndirnar sínar #vikurfrettir og komast í pottinn því vinningshafar verða birtir í næsta blaði eins og áður segir.
Birgitta tók þessar myndir í afmælinu sínu á dögunum.
Guðmundur Steinarsson tók þessa mynd þegar undirbúningur fyrir þorrablót Keflvíkinga stóð sem hæst.
Birkir Orri tók þessa mynd af litla frænda sínum í jólabúning.
Marvin Harry á þessa mynd.
Þorrablót Keflvíkinga. Anna Pála tók skemmtilega mynd af Birgi Bragasyni.
Laufey tók þessa mynd af dansæfingu.
Bára Þórisdóttir á þessa mynd.
Sviðahausar á þorrablóti.