Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Instagram myndir vikunnar
Mánudagur 7. janúar 2013 kl. 08:43

Instagram myndir vikunnar

- Merkir þú þínir myndir #vikurfrettir?

Hér má sjá Instagram myndir vikunnar frá lífinu á Suðurnesjum. Þar kennir ýmissa grasa og margar skemmtilegar myndir sem okkur bárust. Þessar myndir eiga möguleika á að vinna sér inn glæsileg verðlaun og munu þrjár bestu myndirnar birtast í blaði Víkurfrétta næstkomandi fimmtudag. Eins og fram hefur komið erum við á VF farin af stað með skemmtilegan leik þar sem notast er við myndaforritið Instagram. Það eina sem þú þarft að gera er að merkja þín mynd #vikurfrettir. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrir sigurmyndina í hverri viku fær sigurvegarinn ofaní fyrir fjóra í Bláa Lónið, bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík og Pizzaveislu fyrir fjóra á Langbest. Verðmæti vinninga er því veglegt og um að gera að taka þátt.

Enn er tími fram á miðvikudag til þess að merkja myndirnar sínar #vikurfrettir og komast í pottinn því vinningshafar verða birtir í næsta blaði eins og áður segir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir:

Spennandi Instagram leikur VF

Veglegir vinningar í Instagram leik VF

Þessa mynd tók Birgitta Hallgrímsdóttir á þrettándabrennu í Reykjanesbæ.

Nadía Sif tók þessa mynd á dögunum í snjókomunni.

Helgi Bergmann skellti sér í Bláa Lónið.

Fallegt um að litast á Ásbrú.

Ellen Ólafsdóttir hitti forsetahjónin þegar þau heimsóttu FS á dögunum. Dorrit var hress að vanda.

Berta Svansdóttir á þessa skemmtilegu áramótamynd.

Katla Rún tók þessa flottu mynd.

Kóngurinn Rúnar Júlíusson.

Vinkonur úti að borða.

Andrea Una á þessa listrænu mynd.