Innritun á smíðavelli Heiðarbúa á morgun
Skátafélagið Heiðabúar mun í sumar standa að smíðavöllum í Reykjanesbæ í samstarfi við Reykjanesbæ. Smíðvellirnir verða staðsettir á gamla mallarvellinum við Hringbraut og eru þeir opnir mánudag – fimmtudag frá 13:00 – 16:00
Innritun á smíðavellina fer fram á morgun föstudag frá kl. 16:00 til 19:00 í skátaheimili Heiðabúa, Hringbraut 101.
Einnig er tekið á móti skráningu í síma 860 4470 eða með tölvupósti [email protected] (gefið upplýsingar um nafn og kennitölu barns og símanúmer forráðamanna).
Smíðvellirnir hefjast klukkan 13:00 mánudaginn 3. júlí og eru opnir alla virka daga til 16:00 nema föstudaga. Athugið að einnig er hægt að skrá sig á staðnum ef það verða laus pláss en betra er að skrá sig sem fyrst til að tryggja pláss.
Börnin þurfa aðeins að taka með sér hamar og nesti en skátafélagið mun sjá um annað. Auk hinnar hefðbundnu dagskrár sem felur í sér hönnun og smíði kofa þá verður farið í skemmtilega dagsferð.
Allir krakkar á aldrinum 6 – 12 ára eru velkomnir á smíðavelli, gjaldið á smíðavellina er 3.500 krónur en systkini greiða aðeins 4.500 krónur.
Þeir sem skrá sig á www.mittreykjanes.is geta nýtt sér 2.000 króna afsláttarkjör sem Reykjanesbær býður upp á.
Af vefsíðu Reykjanesbæjar