Innréttaður sendibíll varð aðal partýstaðurinn
Eftirminnilegasta verslunarmannahelgin Halló Akureyri 1999
Viðar Örn Victorsson starfar sem fiskeldisfræðingur hjá Stofnfiski. Viðar kemur frá Hólmavík á Ströndum en hefur verið búsettur í Reykjanesbæ síðustu ár. Planið þessa helgi verður ferðarlag með fjölskyldunni.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Planið fyrir helgina var að fara með stórfjölskyldunni í tjaldútilegu til Siglufjarðar, en miðað við veðurspá helgarinnar þá endum við líklegast á Flúðum.
Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Ætli eftirminnilegasta verslunarmannahelgin sé ekki Halló Akureyri 1999, sem var sennilega síðasta Halló Akureyris hátíðin. Vinir mínir höfðu innréttað gamlan sendibíl sérstaklega fyrir þessa helg. Ekki var alveg víst hvort að bíllinn kæmist alla leið en það hafðist að lokum. Reyndist hann síðan einn besti partýstaðurinn á tjaldstæðinu.
Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Það að vera í góðum félagskap skiptir miklu og ekki skemmir það helgina ef veðrið er gott.