Innrás - Útrás, síðasta sýningarhelgi
Helgina 22. september – 25. september er síðasta sýningarhelgi myndlistasýningarinnar á vegum Gjörningaklúbbsins/The Icelandic Love Corporation, í Suðsuðvestur í
Keflavík. Sýningin heitir Innrás - Útrás og fjallar um útsjónarsemi og klækindi alþjóðavargsins. Sýningin opnaði á Ljósanótt Keflavíkur og gerði Gjörningaklúbburinn vel heppnaðan gjörning í tilefni dagsins og sýningarinnar.
Gjörningaklúbbinn skipa 3 listamenn þær Eirún Sigurðadóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Gjörningaklúbburinn hefur starfað í um áratug og verið í mikilli útrás á alþjóða vettvangi auk þess sem hann hefur verið sterkur á innlendum markaði.
Svartbakur, veiðibjalla, vargur eru nöfn sem við gefum hinum heimakæra máfi, hlátrasköll hans og garg smjúga inn um hljóðrásir eyrans og kalla fram pirring hjá þeim sem hafa reynt að gefa blessuðum öndunum brauð við Tjörnina en orðið í staðin fyrir árás bjöllunnar sem finnst ekkert sjálfsagðara en að gogga brauðið útúr litlum höndum smáfólksins eða gæða sér á nýorpnu ungviði smáfuglanna. Svartbakurinn á sér fáa
aðdáendur þrátt fyrir að vera með mikla aðlögunarhæfni og fádæma útsjónarsemi líkt og klókur viðskiptajöfur eða pólitíkus sem nýtir sér auðlindir heimsins, sannkallaður alþjóðavargur.
Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Þar er opið á fimmtudögum og föstudögum frá 16-18 og um helgar frá 14-17. Sýningin stendur til 25. september. Heimasíða: www.sudsudvestur.is
Keflavík. Sýningin heitir Innrás - Útrás og fjallar um útsjónarsemi og klækindi alþjóðavargsins. Sýningin opnaði á Ljósanótt Keflavíkur og gerði Gjörningaklúbburinn vel heppnaðan gjörning í tilefni dagsins og sýningarinnar.
Gjörningaklúbbinn skipa 3 listamenn þær Eirún Sigurðadóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Gjörningaklúbburinn hefur starfað í um áratug og verið í mikilli útrás á alþjóða vettvangi auk þess sem hann hefur verið sterkur á innlendum markaði.
Svartbakur, veiðibjalla, vargur eru nöfn sem við gefum hinum heimakæra máfi, hlátrasköll hans og garg smjúga inn um hljóðrásir eyrans og kalla fram pirring hjá þeim sem hafa reynt að gefa blessuðum öndunum brauð við Tjörnina en orðið í staðin fyrir árás bjöllunnar sem finnst ekkert sjálfsagðara en að gogga brauðið útúr litlum höndum smáfólksins eða gæða sér á nýorpnu ungviði smáfuglanna. Svartbakurinn á sér fáa
aðdáendur þrátt fyrir að vera með mikla aðlögunarhæfni og fádæma útsjónarsemi líkt og klókur viðskiptajöfur eða pólitíkus sem nýtir sér auðlindir heimsins, sannkallaður alþjóðavargur.
Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Þar er opið á fimmtudögum og föstudögum frá 16-18 og um helgar frá 14-17. Sýningin stendur til 25. september. Heimasíða: www.sudsudvestur.is