Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Innipúki sem hræðist litla fugla
Laugardagur 27. september 2014 kl. 13:00

Innipúki sem hræðist litla fugla

FS-ingur vikunnar

FS-ingur vikunnar er Helga Vala Garðarsdóttir. Hún er fædd á Akureyri og ólst upp í sveit. Tölvuleikir og handavinna eru meðal áhugamála Helgu og hún gæti hugsað sér að verða gullsmiður eða rithöfundur í framtíðinni. Helga er í Gettu Betur liði FS þessa önnina. Þar eru sérsvið hennar allt sem tilheyrir lúða-kúltúr að hennar sögn, t.d. goðafræði og dýra- og plöntufræði.

Á hvaða braut ertu?
Félagsfræði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Fædd á Akureyri 8. Apríl 1995 og alin upp í sveit

Helsti kostur FS?
Nálægt heimilinu mínu og allir vinir mínir eru eða voru hér

Hjúskaparstaða?
Er nýbyrjuð að búa með kærastanum mínum til tveggja ára.

Hvað hræðistu mest?
Hafa ekki góða stjórn á lífi mínu og litla fugla.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Örugglega Arnar Eyfells, hann er klárlega með rétta attitudið í það. Hugsa að Ásta María gæti líka gert það gott í stjórnmálum.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Óli Gestur vinur minn getur verið alveg drepfyndinn.

Hvað sástu síðast í bíó?
Sin City; A Dame To Kill For, algjör snilldarmynd og skemmdi klárlega ekki fyrir að uppáhalds leikkonan mín, Eva Green, leikur eitt af aðalhlutverkunum.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Ódýrari mat, ég borða yfirleitt ekki þar því það er töluvert ódýrara fyrir mig að smyrja mér bara samloku eða gera búst heima.

Hver er þinn helsti galli?
Ég verð stressuð of auðveldlega og ég tek hlutum oft frekar persónulega.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Mér finnst Rikki og Ósk vera rosalega krúttleg saman.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ef ég væri skólastjóri myndi ég líklega gera í því að bæta stuðning við nemendur sem eiga við andleg vandamál að stríða, ég þekki nokkra sem þjást af þunglyndi og miklum kvíða sem duttu úr námi því þeim leið illa í skólanum.

Áttu þér viðurnefni?
Ekki nema „klaufi“ sé viðurnefni.


Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
„Damn straight“ og „láttu mig í friði, ég er að spila [tölvuleik]“


Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Alveg svona þokkalegt þótt ég taki ekki mikinn þátt, ég er of mikill innipúki.

Áhugamál?
Tölvuleikir, lestur (venjulegar bækur og teiknimyndasögur), snjóbretti, skrifa, teikna og alls konar handavinna.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Er hreinlega ekki alveg viss, mig langar svolítið til að verða gullsmiður, eða rithöfundur.

Ertu að vinna með skóla?
Jamm, vinn kvöldvaktir uppí Hólmgarði.

Hver er best klædd/ur í FS?
Mér finnst Guðrún Elva alltaf vera mjög vel klædd.

Eftirlætis:

Kennari: Hann var bara í afleysingum en Guðjón sögukennari var algjör snillingur, af þeim sem eru enn að vinna er það eiginlega jafntefli á milli Söru Harðar, Huldu og Þorvalds.

Fag í skólanum: Logsuða er skemmtilegasti áfangi sem ég hef nokkurn tímann farið í

Sjónvarpsþættir: Orange is the New Black, Äkta människor, Hellsing, Game of Thrones

Kvikmynd: Guardians of the Galaxy, Nightmare Before Christmas, Pulp Fiction, Up og Dark Knight trílógían

Hljómsveit/tónlistarmaður: Queen, Pink og Lorde

Leikari: Eva Green og Robert Downey Jr.

Vefsíður: Reddit, Mangapark og Pinterest

Flíkin: Svört kápa sem kærastinn minn gaf mér stuttu eftir að við byrjuðum saman

Skyndibiti: Subway

Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Shake it off og Baby Got Back