Innan girðingar og utan - Söfnun frásagna um varnarliðið á Miðnesheiði
Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands hafa tekið höndum saman um að safna frásögnum um varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Markmiðið er að safna heimildum um persónulega upplifun fólks.
Útbúnar hafa verið fjórar spurningaskrár. Þrjár eru á íslensku og fjalla um vinnuna á Vellinum, menningaráhrif og hernaðarandstöðu. Sú fjórða er á ensku og er ætluð hermönnum og fjölskyldum þeirra sem dvöldu á Íslandi.
Þau sem hafa áhuga geta tekið þátt í verkefninu og svarað einni eða fleiri spurningaskrám á netinu. Spurningaskrárnar verða opnar í eitt ár. Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt enda hafði vera hersins áhrif víða. Spurningaskrárnar er hægt að nálgast í gegnum menningarsögulega gagnasafnið Sarp.
https://sarpur.is/Spurningaskrar.aspx?View=small