"Inn í annan heim" í Saltfisksetrinu
Sýning listamannsins Karls Austann, sem opnaði í Saltfisksetrinu á laugardag, ber yfirskriftina Inn í annan heim.
Þar gefur að líta olíumálverk Karls, en sýningin verður opin á hefðbundnum opnunartíma Saltfisksetursins, frá 11 til 18 alla daga, fram að 14. apríl.
Mynd: Eitt af verkum Karls sem sjá má á sýningunni.