Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ingunn sýnir í Iceglass
Föstudagur 13. júní 2008 kl. 09:50

Ingunn sýnir í Iceglass

Ingunn Halldóra Nielsen myndlistarmaður opnar sýninguna Karakter í Iceglass sem er við smábátahöfn Keflavíkur að Grófinni 2 á morgun, laugardaginn 14. júní kl. 15:00. Sýningin er yfirlitssýning á málverkum listamannsins sem hafa verið unnin undanfarin ár. Ingunn nálgast viðfangsefni sitt í gegnum ljósmyndir sem hún hefur tekið sjálf. Málverkin sýna meðal annars brot úr daglegu lífi einstaklinga. Sýningin stendur til 18. júlí 2008. Á verkstæði Iceglass má sjá lifandi glervinnslu og glerblástur og njóta myndlistar auk verka Gullu og Lárusar G sem reka verkstæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024