Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ingólfur Eyfells heiðraður
Fimmtudagur 27. maí 2004 kl. 16:18

Ingólfur Eyfells heiðraður

Ingólfur Eyfells framkvæmdastjóri verkfræðideildar varnarliðsins hlaut nýlega viðurkenningu Bandaríkjaflota - Navy Meritorious Civilian Service Award - fyrir framúrskarandi árangur í starfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá varnarliðinu.

Í greinargerð Marks S. Laughtons yfirmanns flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli með viðurkenningunni segir meðal annars að Ingólfur sé mikilhæfur stjórnandi og með framsýni sinni hafi hann gert verkfræðideildina að framúrskarandi fyrirtæki sem veiti alhliða verkfræðiþjónustu á heimsmælikvarða. Undir stjórn Ingólfs hafi miklar umbætur verið gerðar á sviði verkefnastjórnunar í hönnun, gerð kostnaðaráætlana og útboðslýsinga ásamt uppbyggingu landupplýsingakerfis. Ennfremur segir að Ingólfur sé brautryðjandi í innleiðingu samhæfðs árangursmats (balanced scorecard) og vinni nú að vottun gæðakerfis Verkfræðideildar samkvæmt ISO 9001:2000 staðli.

„Viðurkenningin er staðfesting á því að verkfræðideild varnarliðsins vinnur að mikilvægum umbótum og hvatning til þess að halda áfram á þeirri braut gæðastjórnunar sem við höfum markað okkur,“ segir Ingófur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra verkfræðideildarinnar síðan árið 2004, en þar áður var hann aðstoðarframkvæmdastjóri deildarinnar í 12 ár. 17 íslendingar starfa í verkfræðideildinni, þar af 10 verkfræðingar. Viðurkenningin er æðsta viðurkenning sem yfirmaður flotastöðvarinnar getur veitt starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli

Mynd: Yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, Mark S. Laughton kafteinn og Ingólfur Eyfells verkfræðingur ásamt Frederick R. Broome yfirmanni Stofnunar verklegra framkvæmda á Keflavíkurflugvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024