Ingó á Langbest ætlaði að verða Bruce Lee þegar hann yrði stór
Missir helst ekki af leikjum með Liverpool
Ingólfur Karlsson, Ingó á Langbest, ætlaði að verða Bruce Lee þegar hann yrði stór. Hann væri til í að veita öllum Íslendingum bandarískan ríkisborgararétt eins og hann kemur inn á í netspjalli við Víkurfréttir.
– Nafn:
Ingólfur Karlsson.
– Árgangur:
1967.
– Fjölskylduhagir:
Giftur Helenu Guðjónsdóttur – þrjú börn og þrjú barnabörn.
– Búseta:
Keflavík.
– Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Sonur hjónanna Hallfríðar Ingólfsdóttur og Karls G. Sævars. Fæddur og uppalinn á Smáratúni, Keflavík.
– Starf/nám:
Veitingamaður á Langbest.
– Hvað er í deiglunni?
Allt í botni en á leiðinni í liðþófaaðgerð.
– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?
Frekar slakur.
– Hvernig voru framhaldsskólaárin?
Lærði meira í messanum hjá bandaríska hernum.
– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Bruce Lee.
– Hver var fyrsti bíllinn þinn?
1982 módel af Honda Accord (Hondamatic).
– Hvernig bíl ertu á í dag?
Audi og Suzuki Jimny.
– Hver er draumabíllinn?
Ford Bronco 2021.
– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?
Grifter-reiðhjólið mitt.
– Besti ilmur sem þú finnur:
Skötuilmurinn á Þorláksmessu.
– Hvernig slakarðu á?
Í heita pottinum.
– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?
AC/DC, Iron Maiden & Pink Floyd.
– Uppáhaldstónlistartímabil?
80’s.
– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?
Íslensk.
– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?
Bítlana, Hljóma, Elvis.
– Leikurðu á hljóðfæri?
Nei.
– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?
Enska boltann, Vikings og YouTube-jepparásir.
– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?
Aðallega leikjum með Liverpool í enska boltanum og fréttum.
– Besta kvikmyndin:
Úff, þessu er erfið. Nefni nokkrar: Close Encounters of the Third Kind, Young Frankenstein, As Good as it Gets, Exorcist, Star Wars, The Wall og gæti nefnt 50 aðrar.
– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?
Hef lesið Sturlungu sjö sinnum, einnig allt sem Bergsveinn Birgisson og Einar Kárason skrifa er lesið upp til agna.
– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?
Þrífa og bóna bílana.
– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Jólasteikin.
– Hvernig er eggið best?
Linsoðið.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Segi stundum það sem ég hugsa.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Tillitsleysi og yfirgangur.
– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:
Margur verður af aurum api.
– Hver er elsta minningin sem þú átt?
Í Rússajeppa á ferðalagi um Ísland.
– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:
Langbest, góðan daginn!
– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?
Sturlungaöld, ekki spurning.
– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Lenti í miklu.
– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?
Donald Trump og gæfi öllum Íslendingum bandarískan ríkisborgararétt – það vorum nefnilega við sem fundum Ameríku.
– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð?
Börnunum mínum þremur.
– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?
Eins og allir hinir.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Verðum við ekki að vera það.
– Hvað á að gera í sumar?
Spila golf og ferðast um landið.
– Hvert ferðu í sumarfrí?
Um land allt.
– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?
Fara með þá um Reykjanesið og sýndi þeim alla leynistaðina mína.
– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ...
... til Vestmannaeyja í einn Irish hjá Jóni Óla æskufélaga mínum.