Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Ingó á Langbest ætlaði að verða Bruce Lee þegar hann yrði stór
    Ingó hefði tekið sig vel út sem Bruce Lee – eða hvað?
  • Ingó á Langbest ætlaði að verða Bruce Lee þegar hann yrði stór
    Ingó er giftur Helenu Guðjónsdóttur og þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 3. júlí 2020 kl. 13:05

Ingó á Langbest ætlaði að verða Bruce Lee þegar hann yrði stór

Missir helst ekki af leikjum með Liverpool

Ingólfur Karlsson, Ingó á Langbest, ætlaði að verða Bruce Lee þegar hann yrði stór. Hann væri til í að veita öllum Íslendingum bandarískan ríkisborgararétt eins og hann kemur inn á í netspjalli við Víkurfréttir.

– Nafn:

Ingólfur Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

– Árgangur:

1967.

– Fjölskylduhagir:

Giftur Helenu Guðjónsdóttur – þrjú börn og þrjú barnabörn.

– Búseta:

Keflavík.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin?

Sonur hjónanna Hallfríðar Ingólfsdóttur og Karls G. Sævars. Fæddur og uppalinn á Smáratúni, Keflavík.

– Starf/nám:

Veitingamaður á Langbest.

– Hvað er í deiglunni?

Allt í botni en á leiðinni í liðþófaaðgerð.

– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?

Frekar slakur.

– Hvernig voru framhaldsskólaárin?

Lærði meira í messanum hjá bandaríska hernum.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Bruce Lee.

– Hver var fyrsti bíllinn þinn?

1982 módel af Honda Accord (Hondamatic).

– Hvernig bíl ertu á í dag?

Audi og Suzuki Jimny.

– Hver er draumabíllinn?

Ford Bronco 2021.

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?

Grifter-reiðhjólið mitt.

– Besti ilmur sem þú finnur:

Skötuilmurinn á Þorláksmessu.

– Hvernig slakarðu á?

Í heita pottinum.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?

AC/DC, Iron Maiden & Pink Floyd.

– Uppáhaldstónlistartímabil?

80’s.

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?

Íslensk.

– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?

Bítlana, Hljóma, Elvis.

– Leikurðu á hljóðfæri?

Nei.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?

Enska boltann, Vikings og YouTube-jepparásir.

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?

Aðallega leikjum með Liverpool í enska boltanum og fréttum.

– Besta kvikmyndin:

Úff, þessu er erfið. Nefni nokkrar: Close Encounters of the Third Kind, Young Frankenstein, As Good as it Gets, Exorcist, Star Wars, The Wall og gæti nefnt 50 aðrar.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?

Hef lesið Sturlungu sjö sinnum, einnig allt sem Bergsveinn Birgisson og Einar Kárason skrifa er lesið upp til agna.

– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?

Þrífa og bóna bílana.

– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?

Jólasteikin.

– Hvernig er eggið best?

Linsoðið.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?

Segi stundum það sem ég hugsa.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?

Tillitsleysi og yfirgangur.

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:

Margur verður af aurum api.

– Hver er elsta minningin sem þú átt?

Í Rússajeppa á ferðalagi um Ísland.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:

Langbest, góðan daginn!

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?

Sturlungaöld, ekki spurning.

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?

Lenti í miklu.

– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?

Donald Trump og gæfi öllum Íslendingum bandarískan ríkisborgararétt – það vorum nefnilega við sem fundum Ameríku.

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð?

Börnunum mínum þremur.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Eins og allir hinir.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Verðum við ekki að vera það.

– Hvað á að gera í sumar?

Spila golf og ferðast um landið.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Um land allt.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Fara með þá um Reykjanesið og sýndi þeim alla leynistaðina mína.

– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ...

... til Vestmannaeyja í einn Irish hjá Jóni Óla æskufélaga mínum.