Ingigerður verkefnastjóri FFGÍR
FFGÍR samtök foreldrafélaga og foreldraráða grunnskólanna í Reykjanesbæ hafa ráðið til sín nýjan verkefnastjóra.
Ingigerður Sæmundsdóttir hefur tekið við starfi verkefnastjóra FFGÍR frá 1.febrúar. Ingigerður hefur töluverða reynslu af foreldrasamstarfi bæði sem foreldri og kennari í grunn- og framhaldsskóla. Hún hlakkar til að takast á við verkefni FFGÍR með foreldrum og velunnurum grunnskólabarna í Reykjanesbæ.
Ingigerður útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1997 og kenndi stærðfræði og upplýsingatækni í grunn- og framhaldsskólum í tíu ár. Hún lýkur meistaranámi í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands nú í vor. Hún býr í Reykjanesbæ og er gift Bjarna Jóhannssyni, knattspyrnuþjálfara og framhaldsskólakennara og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.
Heimasíða FFGÍR er http://ffgir.is og netfang [email protected]