Ingibjörg Þorbergs í veftímariti Víkurfrétta
Fyrstu tónleikar tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum verða tileinkaðir söngkonunni, tónlistarmanninum og tónskáldinu Ingibjörgu Þorbergs sem snemma varð þekkt söngkona og að auki kunn fyrir lög og ljóð barnalaga og jólalaga sem hafa lifað fram á þennan dag.
Til gamans má geta að Ingibjörg verður níræð á árinu en hún er enn að semja lög og ber aldurinn vel. Við hittum þennan frumkvöðul á sviði barnatónlistar og plötuútgáfu einn eftirmiðdag þar sem hún var í hvíldarinnlögn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var vel tekið á móti okkur.
„Ég er mjög þakklát fyrir að fá að verða svona gömul,“ segir Ingibjörg brosandi með sinni fínlegu rödd. „Ég get ekki hlaupið og ekki dansað sem er svolítið leiðinlegt en göngugrindin bjargar mér svo ég komist um.“